Nauðsyn brunaviðvörunarkerfa í landbúnaði

Nauðsyn brunaviðvörunarkerfa í landbúnaði

Brunavarnir Árnessýslu

Því miður gerist það að gripahús í landbúnaði brenna. Þessu getur fylgt mikið fjárhagslegt tjón en ekki síður tilfinningalegt tjón. Ég held að allir sem þekkja eitthvað til sveitamennsku viti hversu sterkum böndum bændur tengjast búfé sínu.

Mikið er af eldri byggingum til sveita sem hýsa búfénað og hafa gert í sumum tilvikum um margra áratuga skeið. Misjafnt er hvaða byggingareglugerðir voru í gildi á þeim tímum og þar með misjafnar kröfur gerðar á byggingarefni og byggingarhætti.

Nú í seinni tíð hefur hugarfar til landbúnaðarbygginga breyst nokkuð með tilliti til eldvarna og þess hversu nauðsynlegt er að menn verði varir við eldinn sem fyrst, komi til þess að kvikni í. Til þess að hægt sé að bregðast við á upphafsstigi eldsins og forða tjóni er algjört lykilatriði að fyrir hendi sé búnaður sem lætur vita í tíma. Tækninni hefur fleygt fram í landbúnaði eins og á öðrum sviðum og því oft og tíðum meira um allskyns rafmagns- og tölvubúnað sem ásamt öðrum þáttum geta aukið líkur á íkviknun, fari eitthvað úrskeiðis.
Í leiðbeiningablaði Mannvirkjastofnunar um landbúnaðarbyggingar nr. 116.BR1 segir að sjálfvirk brunaviðvörunarkerfi skuli alltaf setja upp í gripahúsum ef tæknibúnaður er í sama rými og gripirnir.

Vegna óhreininda og raka henta hefðbundin brunaviðvörunarkerfi oftast ekki vel og hafa menn því sett upp svokölluð reyksogskerfi sem henta betur í þessa tegund húsa. Þá eru sett upp einföld rörakerfi sem soga til sín loftsýni og leiða þau gegnum síur og rakagildrur áður en þau koma að reykskynjara sem staðsettur er við stjórnstöð kerfisins.
Í dag eru til allskonar lausnir í smáforritum sem geta gert mönnum viðvart í gegnum farsíma um leið og reykskynjarinn sendir frá sér boð. Í mörgum tilfellum má koma í veg fyrir mikið tjón með þessum hætti.

Mikið er um lög og reglur á landinu okkar góða og þykir sumum nóg um. Hinsvegar ná lög og reglur ekki yfir alla hluti og hvers vegna ættu þau að gera það? Þegar um líf og velferð manna og dýra er að ræða ætti almenn skynsemi að fá okkur til þess að gera sem best í þessum efnum þó að það sé ekki fyrirskrifað í lög og reglur hvað nákvæmlega á að gera.
Það er augljóst að dýr geta ekki bjargað sér sjálf út úr brennandi byggingum og því þurfum við að hafa kerfi sem lætur okkur vita svo við getum gripið inn í. Þá gilda ekki rökin „það gerist aldrei neitt hjá mér“ eða „þetta kostar allt of mikið“. Sem betur fer sleppa flestir í gegnum lífið án stórra áfalla, en þeir sem sleppa gera það oft vegna þess að þeir eru fyrirhyggjusamir. Hvað kostnað varðar má yfirleitt finna nokkrar leiðir að sama marki, hverja í sínum verðflokki.

Mörg útköll eru slökkviliðsmönnum erfið og eru útköll í landbúnaðarbyggingar þar sem skepnur hafa farist í eldi og/eða slasast mikið í flokki þeirra verkefna sem geta tekið mikið á. Það er með þessi útköll eins og svo mörg önnur sem menn myndu gjarnan vilja sleppa við. Það er til búnaður og verkþekking til þess að lágmarka líkurnar á að eldur nái að þróast og breiða úr sér í landbúnaðarbyggingum. Þetta er eitthvað sem allir viðkomandi ættu og þurfa að tileinka sér.

Ný heimasíða Brunavarna Árnessýslu

16.01.2020. Ný heimasíða Brunavarna Árnessýslu

Brunavarnir Árnessýslu hafa opnað nýja heimasíðu. Heimasíðan er ekki alveg fullmótuð enn, en vinnsla við hana er í fullum gangi um þessar mundir og ætti hún að vera orðin nokkurn vegin eins og við viljum hafa hana á næstu dögum.

Ætlunin er þó að síðan sé lifandi og upplýsandi fyrir fólk og því má alltaf búast við einhverjum breytingum og uppfærslum á henni.

Slóðin á heimasíðu BÁ er babubabu.is

 

Forsíða

Myndir

Um okkur

Gjaldskrá

Lög og reglugerðir

Fundargerðir

Bílaflotinn

Viðbrögð við jarðskjálfta

Almennar forvarnir

Eldvarnir í fjölbýli/sérbýli

Viðbrögð við vá

Gróðureldar

Skoðanaáætlun

Slökkvitækjaþjónusta

Nám slökkviliðsmanna

Nám hlutastarfandi

Nám eldvarnaeftirlit

Löggilding

Kennslugögn v/fornáms

Umsókn

Starfsmannafélag

Brunavarnir Árnessýslu
Árvegi 1. 800 Selfoss
Sími 4-800-900
ba@babubabu.is

Eldvarnaeftirlitsnámskeið haldið hjá Brunavörnum Árnessýslu

04.11.2019. Eldvarnaeftirlitsnámskeið haldið hjá Brunavörnum Árnessýslu

Brunavarnir Árnessýslu og Mannvirkjastofnun gerðu með sér samning undir lok síðasta árs að Brunavarnir Árnessýslu myndu endurgera hluta af námsefni eldvarnaeftirlitsmanna á Íslandi. Einnig myndi BÁ halda námskeið númer eitt af þeim þremur námskeiðum sem eldvarnaeftirlitsmenn á landinu þurfa að taka.
Námskeiðið hófst í morgun og verður alla vikuna í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi.

Fyrsti fyrirlesari námskeiðsins var Höskuldur Einarsson sem er slökkviliðmönnum landsins vel kunnugur. Höskuldur fór yfir eftirlit með hættulegum efnum auk þess sem nokkrar tilraunir voru gerðar með hættuleg efni.

Alls munu koma um 20 leiðbeinendur að námskeiðinu frá ýmsum aðilum og stofnunum.

 

Forsíða

Myndir

Um okkur

Gjaldskrá

Lög og reglugerðir

Fundargerðir

Bílaflotinn

Viðbrögð við jarðskjálfta

Almennar forvarnir

Eldvarnir í fjölbýli/sérbýli

Viðbrögð við vá

Gróðureldar

Skoðanaáætlun

Slökkvitækjaþjónusta

Nám slökkviliðsmanna

Nám hlutastarfandi

Nám eldvarnaeftirlit

Löggilding

Kennslugögn v/fornáms

Umsókn

Starfsmannafélag

Brunavarnir Árnessýslu
Árvegi 1. 800 Selfoss
Sími 4-800-900
ba@babubabu.is

Æfingar stjórnenda BÁ með ISAVIA

31.10.2019. Æfingar stjórnenda BÁ með ISAVIA

Það verður seint fullmetið hversu mikilvægar æfingar slökkviliðsmanna eru sem og annarra aðila sem koma að björgun fólks.
Störf innan raða slökkviliðsmanna eru misjöfn og mikilvægt að gleyma ekki neinum verkþáttum þegar kemur að æfingum.
Þegar bílar og mannskapur slökkviliðs mætir á vettvang, er fyrsta verk stjórnanda að meta vettvang.
Hvað er við að fást, fyrstu aðgerðir og gera frumáætlun eins fljótt og auðið er þegar á vettvang er komið, sem allur viðbragðshópurinn skilur og skilur á sama hátt.

Það er ekki alltaf auðvelt að ná yfirsýn á vettvangi, þegar mikið liggur við og ábyrgðin getu verið mikil á stjórnandann.
Brunavarnir Árnessýslu fengu til sín fyrr á þessu ári leiðbeinendur frá Noregi sem kynntu fyrir okkur hvernig stjórnendur þar og í Svíþjóð ná yfir sýn með svo kölluðu sjöspora kerfi. Þar styðst stjórnandinn við ákveðin spor til að fá yfir sýn um hvaða aðgerðir eru nauðsynlegar, hvaða búnaður og mannafli.

Þetta þarf að æfa reglulega og það gerðum við í vikunni á skemmtilegan og árangursríkan hátt með hjálp ISAVIA.
ISAVIA hefur yfir að ráða hermi forriti þar sem hægt er að setja upp vettvang á gagnvirkan hátt fyrir viðbragðsaðila í tölvu, sem síðan er hægt að kasta upp á stóran skjá til þess að allt verði sem raunverulegast.
Allar mögulegar hliðar útkalla viðbragðsaðila er hægt að framkalla í þessu forriti.

Stjórnandi forrotsins getur látið vettvanginn þróast á skjá fyrir framan stjórnanda slökkviliðsins eftir því til hvaða aðgerða hann grípur í forritinu.

Æfingin verður mjög raunveruleg þó svo setið sé inni í kennslustofu. Hljóð og mynd sjá til þess að álagið verður umtalsvert.
Varðstjórar Brunavarna Árnessýslu voru mjög ánægðir með raunverulega og krefjandi æfingu og eigum við ISAVIA bestu þakkir fyrir að gefa sér tíma til þess að undirbúa æfinguna fyrir okkur og senda mann og búnað til að keyra æfinguna.

 

Forsíða

Myndir

Um okkur

Gjaldskrá

Lög og reglugerðir

Fundargerðir

Bílaflotinn

Viðbrögð við jarðskjálfta

Almennar forvarnir

Eldvarnir í fjölbýli/sérbýli

Viðbrögð við vá

Gróðureldar

Skoðanaáætlun

Slökkvitækjaþjónusta

Nám slökkviliðsmanna

Nám hlutastarfandi

Nám eldvarnaeftirlit

Löggilding

Kennslugögn v/fornáms

Umsókn

Starfsmannafélag

Brunavarnir Árnessýslu
Árvegi 1. 800 Selfoss
Sími 4-800-900
ba@babubabu.is

Gróðureldar

14.08.2019  Gróðureldar

Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út fyrir hádegi í dag vegna gróðurelda á Nesjavallaleið.

Ekki var um stórt svæði að ræða en eldurinn var í mosa. Eldur í mosa getur mallað í nokkurn tíma áður en hann tekur sig upp. Það getur því verið snúið að tryggja að ekki leynist glóð eða eldur í mosanum áður en vettvangur er yfirgefinn.

Það eru kjör aðstæður fyrir gróðurbruna í dag, gróður og jarðvegur er töluvert þurr og þarf því ekki mikið til að kveikja eld í honum. Glóð frá sígarettu getur verið nægjanleg til að kveikja eld og þegar að vindur er eins og hann hefur verið síðustu daga getur eldurinn breiðst hratt út.

Við viljum biðja ykkur um að fara varlega með eld og aðra hitagjafa nálægt gróðri. Hafið augun opin og bregðist við ef þið verðið elds vart.

Viljum að lokum einnig benda aftur á síðuna grodureldar.is þar sem hægt er að finna mikið af góðri fræðslu.

 

Forsíða

Myndir

Um okkur

Gjaldskrá

Lög og reglugerðir

Fundargerðir

Bílaflotinn

Viðbrögð við jarðskjálfta

Almennar forvarnir

Eldvarnir í fjölbýli/sérbýli

Viðbrögð við vá

Gróðureldar

Skoðanaáætlun

Slökkvitækjaþjónusta

Nám slökkviliðsmanna

Nám hlutastarfandi

Nám eldvarnaeftirlit

Löggilding

Kennslugögn v/fornáms

Umsókn

Starfsmannafélag

Brunavarnir Árnessýslu
Árvegi 1. 800 Selfoss
Sími 4-800-900
ba@babubabu.is

Gengið af göflunum

01.08.2019  Gengið af göflunum

Um verslunarmannahelgina munu slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu, Slökkviliði Akureyrar, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og Brunavörnum Austur-Húnvetninga hlaupa 340 km leið til að safna áheitum fyrir hitakassa á barnadeild Sjúkrahúss Akureyrar. Hlaupaleiðin er ekki af hefðbundnum toga. Hlauparar munu leggja af stað á á föstudaginn frá slökkvistöðinni á Akureyri og sem leið liggur yfir Sprengisand og enda á sunnudaginn í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi.

Með þeirra orðum:

Þetta verður sem sagt löng og krefjandi leið … líklega þurfum við nokkra plástra og smá svefn eftir þetta en það verður þess virði. Við erum 6 hlaupara og við myndum gleðjast mikið ef þið mynduð sýna okkur þann stuðning sem við erum að sækja eftir. Það væri okkur mikil ánægja ef þið myndum heita á þetta hlaup með leggja einhverja smá upphæð á reikning Hollvinasamtaka Sjúkrahússins á Akureyri en við erum einmitt núna í samvinnu með þeim að safna fyrir hitakössum á barnadeildina og Gjörgæslu Sjúkrahússins.
Kennitala hollvinasamtakanna er 640216-0500 og reikningsnúmer 0565-26-10321

Ekki væri verra ef þið gætuð montað ykkur af því að hafa stutt við okkur og deilt því með vinum ykkar og svo á síðunni okkar Gengið af Göflunum. Hlaup og sviti!!!
kv
Hörður

Við hvetjum ykkur til að fylgjast með og styrkja þessar hetjur, hér er slóðinn á viðburðinn.
https://www.facebook.com/events/456639478505372/

Við erum stolt af að eiga fulltrúa í þessum hóp, það er hann Sigurður Páll slökkviliðsmaður Brunavarna Árnessýslu í Hveragerði.

Góða ferð

 

Forsíða

Myndir

Um okkur

Gjaldskrá

Lög og reglugerðir

Fundargerðir

Bílaflotinn

Viðbrögð við jarðskjálfta

Almennar forvarnir

Eldvarnir í fjölbýli/sérbýli

Viðbrögð við vá

Gróðureldar

Skoðanaáætlun

Slökkvitækjaþjónusta

Nám slökkviliðsmanna

Nám hlutastarfandi

Nám eldvarnaeftirlit

Löggilding

Kennslugögn v/fornáms

Umsókn

Starfsmannafélag

Brunavarnir Árnessýslu
Árvegi 1. 800 Selfoss
Sími 4-800-900
ba@babubabu.is

Slökkvi- og björgunarstörf

Vertu með

  • Atvinnuumsóknir (form í smíðum)
  • Laus störf
  • Nám (efni í smíðum)

Eldvarnaeftirlit

  • Kynning (efni í smíðum)
  • Tilgangur (efni í smíðum)
  • Lög og reglugerðir
  • Skjalfesting öryggis (efni í smíðum)

Eftirlitsáætlun

 

Þjónusta

Námskeið

  • Slökkvitæki (efni í smíðum)
  • Rýmingar (efni í smíðum)

Fróðleikur

Fræðsla í skólum