Umsókn

Ef þú hefur áhuga á að starfa með Brunavörnum Árnessýslu vinsamlega komdu á slökkvistöðina á skrifstofutíma eða hringdu í Pétur í síma 4800-900

Forsíða

Myndir

Um okkur

Gjaldskrá

Lög og reglugerðir

Fundargerðir

Bílaflotinn

Viðbrögð við jarðskjálfta

Almennar forvarnir

Eldvarnir í fjölbýli/sérbýli

Viðbrögð við vá

Gróðureldar

Skoðanaáætlun

Slökkvitækjaþjónusta

Nám slökkviliðsmanna

Nám hlutastarfandi

Nám eldvarnaeftirlit

Löggilding

Kennslugögn v/fornáms

Umsókn

Starfsmannafélag

Brunavarnir Árnessýslu
Árvegi 1. 800 Selfoss
Sími 4-800-900
ba@babubabu.is

Kennslugögn v/ fornáms

Kennslugögn vegna fornáms og þjálfunar slökkviliðsmanna

Samkvæmt reglugerð um Brunamálaskólann og réttindi og skyldur slökkviliðsmannaber slökkviliðsmönnum að viðhalda þekkingu sinni og tileinka sér nýjungar um starfið, meðal annars með námskeiðum og verklegri þjálfun. Til þess að auðvelda slökkviliðsstjórum og öðrum yfirmönnum sem bera ábyrgð á þjálfun í viðkomandi slökkviliði að skipuleggja fornám og þjálfun sinna manna hefur Brunamálaskólinn nú lagt út á vefinn nauðsynleg kennslugögn.

Sjá nánar hér…

Slökkviliðsmenn geta einnig nýtt sér þetta efni til þess að auka þekkingu sína.

Efnið er fyrsti vísir að fjarnámsefni Brunamálaskólans. Um er að ræða glærusöfn og ýmis gögn sem geta nýst slökkviliðum um allt land til að auka þekkingu og færni slökkviliðsmanna. Efnið kemur ekki í stað formlegs náms við Brunamálaskólann en er góð viðbót við þá kennslu sem þar fer fram.

Óheimilt er að breyta efninu nema með skriflegu leyfi Brunamálastofnunar.

Forsíða

Myndir

Um okkur

Gjaldskrá

Lög og reglugerðir

Fundargerðir

Bílaflotinn

Viðbrögð við jarðskjálfta

Almennar forvarnir

Eldvarnir í fjölbýli/sérbýli

Viðbrögð við vá

Gróðureldar

Skoðanaáætlun

Slökkvitækjaþjónusta

Nám slökkviliðsmanna

Nám hlutastarfandi

Nám eldvarnaeftirlit

Löggilding

Kennslugögn v/fornáms

Umsókn

Starfsmannafélag

Brunavarnir Árnessýslu
Árvegi 1. 800 Selfoss
Sími 4-800-900
ba@babubabu.is

Löggilding

Löggilding slökkviliðsmanna

Slökkviliðsmenn, sem sækja um löggildingu til að starfa sem slökkviliðsmenn, skulu hafa lokið lágmarksnámi fyrir slökkviliðsmenn við Brunamálaskólann eða hlotið sambærilega menntun sem skólaráð Brunamálaskólans metur jafngilda. Jafnframt skulu þeir hafa gegnt slökkvistarfi eða starfað við brunavarnir að aðalstarfi a.m.k. í eitt ár samfellt eða starfað í hlutastarfi a.m.k. í fjögur ár.

Slökkviliðsstjóri skal hafa hlotið löggildingu sem slökkviliðsmaður og starfað að lágmarki í eitt ár í slökkviliði sem löggiltur slökkviliðsmaður, eða hafa háskólamenntun með sérmenntun í brunamálum.

Umsókn um löggildingu sem slökkviliðsmaður skal send til umhverfisráðherra. Með umsókn skal fylgja skírteini frá Brunamálaskólanum því til staðfestingar að umsækjandi hafi lokið tilskyldu námi. Einnig skal fylgja með yfirlýsing slökkviliðsstjóra eða annars yfirmanns, eftir því sem við á, um að umsækjandinn uppfylli skilyrði um lágmarksstarfstíma. Telji umsækjandi að hann hafi lokið öðru námi sem teljist sambærilegt námi úr Brunamálaskólanum, skal hann leggja fram vottorð eða prófskírteini um að hann hafi lokið því námi. Auk þess skal fylgja lýsing á náminu.

Þegar við á skal leita umsagnar skólaráðs Brunamálaskólans um hvort menntun umsækjanda geti talist sambærileg námi í Brunamálaskólanum.

 

Forsíða

Myndir

Um okkur

Gjaldskrá

Lög og reglugerðir

Fundargerðir

Bílaflotinn

Viðbrögð við jarðskjálfta

Almennar forvarnir

Eldvarnir í fjölbýli/sérbýli

Viðbrögð við vá

Gróðureldar

Skoðanaáætlun

Slökkvitækjaþjónusta

Nám slökkviliðsmanna

Nám hlutastarfandi

Nám eldvarnaeftirlit

Löggilding

Kennslugögn v/fornáms

Umsókn

Starfsmannafélag

Brunavarnir Árnessýslu
Árvegi 1. 800 Selfoss
Sími 4-800-900
ba@babubabu.is

Nám-eldvarnaeftirlit

Nám-eldvarnaeftirlit

Nám fyrir eldvarnaeftirlitsmenn

Allir þeir slökkviliðsmenn sem sinna eldvarnaeftirliti skulu hafa lokið námi sem eldvarnaeftirlitsmaður I eða lokið sambærilegu námi. Menntun starfsmanna eldvarnaeftirlits skal vera í samræmi við þá þjónustu sem slökkvilið skal veita samkvæmt brunavarnaáætlun viðkomandi sveitarfélags.

Námið skiptist í eftirfarandi þrjá hluta:

Eldvarnaeftirlitsmaður I:Grunnnám fyrir eldvarnaeftirlitsmenn þannig að þeir geti unnið við almennt eldvarnareftirlit. Námið er 70 kennslustundir.
Eldvarnaeftirlitsmaður II:Framhaldsnám fyrir eldvarnaeftirlitsmenn þannig að þeir geti starfað sjálfstætt að sérhæfðu eldvarnareftirliti svo sem að annast lokaúttektir. Námið er 30 kennslustundir.
Eldvarnaeftirlitsmaður III:Framhaldsnám fyrir þá sem stjórna og bera ábyrgð á eldvarnaeftirliti sveitarfélaganna. Námið er 30 kennslustundir.

Eldvarnaeftirlitsmenn skulu sækja a.m.k. eitt viðurkennt endurmenntunarnámskeið á hverju fimm ára tímabili. Hafi slökkviliðsmaður sótt önnur námskeið getur hann sótt um til skólaráðs að fá það metið sem endurmenntun.

Forsíða

Myndir

Um okkur

Gjaldskrá

Lög og reglugerðir

Fundargerðir

Bílaflotinn

Viðbrögð við jarðskjálfta

Almennar forvarnir

Eldvarnir í fjölbýli/sérbýli

Viðbrögð við vá

Gróðureldar

Skoðanaáætlun

Slökkvitækjaþjónusta

Nám slökkviliðsmanna

Nám hlutastarfandi

Nám eldvarnaeftirlit

Löggilding

Kennslugögn v/fornáms

Umsókn

Starfsmannafélag

Brunavarnir Árnessýslu
Árvegi 1. 800 Selfoss
Sími 4-800-900
ba@babubabu.is

Nám hlutastarfandi

Nám hlutastarfandi

Nám fyrir hlutastarfandi slökkviliðsmenn

Slökkviliðsmenn sem gegna hlutastarfi skulu hljóta menntun í samræmi við þá þjónustu sem slökkvilið skulu veita samkvæmt brunavarnaáætlun viðkomandi sveitarfélags. Námið skiptist í eftirfarandi fjóra hluta auk endurmenntunar. Slökkviliðsmenn sem gegna hlutastarfi skulu a.m.k. hafa lokið námi skv. 1. tölulið og námskeiði 1 og 2 skv. 2. tölulið.

Fornám: Nýliðar skulu ljúka að lágmarki 20 kennslustunda fornámi áður en þeir hefja störf sem hlutastarfandi slökkviliðsmenn. Fornámið er í umsjón og á ábyrgð viðkomandi slökkviliðs en Brunamálaskólinn lætur slökkviliði í hendur gögn vegna fornáms, svo sem námslýsingu, kennsluefni og próf. Að loknu námi skal nemandinn vera hæfur til starfa sem byrjandi í hlutastarfandi slökkviliði.

Hlutastarfandi slökkviliðsmaður: Brunamálaskólinn veitir kennslu í fjórum hlutanámskeiðum og skulu hlutastarfandi slökkviliðsmenn sækja þau námskeið sem falla að því þjónustustigi sem sveitarfélagið hefur ákveðið að veita samkvæmt brunavarnaáætlun.

Námskeið 1: Námskeiðið er 30 kennslustundir og að því loknu skal nemandi m.a. vera hæfur til slökkvistarfa utanhúss, til að annast vatnsöflun, reyklosun og dælingu.

Námskeið 2: Um er að ræða tvö 30 kennslustunda námskeið og að því loknu skal nemandi m.a. vera hæfur til reykköfunar, hafa þekkingu á þróun innanhússbruna og yfirtendrun.

Námskeið 3: Námskeiðið er 30 kennslustundir og að því loknu skal nemandi m.a. vera hæfur til björgunar fólks úr bílflökum, klippuvinnu og skyndihjálpar við slasaða.

Námskeið 4: Námskeiðið er 30 kennslustundir og að því loknu skal nemandi m.a. vera hæfur til að beita réttum viðbrögðum við mengunarslysum og eiturefnaslysum. Áður en nám er hafið skal viðkomandi hafa lokið námskeiði 2. Séu fleiri en eitt námskeið haldin samfleytt þá styttist heildartími námskeiðsins um 5 kennslustundir fyrir hvert hlutanámskeið.

Stjórnandi hlutastarfs: Námið er fyrir stjórnendur innan hlutastarfandi slökkviliða. Námið er 30 kennslustundir. Stjórnendur hjá hlutastarfandi liðum geta sótt nám sem stjórnendur fyrir atvinnumenn, enda hafi þeir lokið fullu námi sem hlutastarfandi slökkviliðsmenn.

Slökkviliðsstjóri:Nám fyrir slökkviliðsstjóra hlutastarfandi slökkviliða. Námið er 30 kennslustundir.
Hlutastarfandi slökkviliðsmenn skulu jafnframt sækja a.m.k. eitt viðurkennt endurmenntunarnámskeið viðurkennt af skólaráði á hverju sex ára tímabili. Hafi slökkviliðsmaður sótt önnur námskeið getur hann sótt um til skólaráðs að fá það metið sem endurmenntunarnámskeið. Sæki hlutastarfandi slökkviliðsmaður nám fyrir atvinnuslökkviliðsmenn telst hann hafa lokið námi fyrir hlutastarfandi slökkviliðsmenn.

Forsíða

Myndir

Um okkur

Gjaldskrá

Lög og reglugerðir

Fundargerðir

Bílaflotinn

Viðbrögð við jarðskjálfta

Almennar forvarnir

Eldvarnir í fjölbýli/sérbýli

Viðbrögð við vá

Gróðureldar

Skoðanaáætlun

Slökkvitækjaþjónusta

Nám slökkviliðsmanna

Nám hlutastarfandi

Nám eldvarnaeftirlit

Löggilding

Kennslugögn v/fornáms

Umsókn

Starfsmannafélag

Brunavarnir Árnessýslu
Árvegi 1. 800 Selfoss
Sími 4-800-900
ba@babubabu.is

Slökkvi- og björgunarstörf

Vertu með

Eldvarnaeftirlit

  • Kynning (efni í smíðum)
  • Tilgangur (efni í smíðum)
  • Lög og reglugerðir
  • Skjalfesting öryggis (efni í smíðum)

Eftirlitsáætlun

Þjónusta

Námskeið

  • Slökkvitæki (efni í smíðum)
  • Rýmingar (efni í smíðum)

Fróðleikur

Heimsóknir