Eldur í spenni á Nesjavöllum 05.06.2019

05.06.2019  Eldur í spenni á Nesjavöllum

Brunavörnum Árnessýslu bárust boð um að eldur væri í spenni í Nesjavallavirkjun laust eftir klukkan tíu í morgun. Talsvert viðbragð var viðhaft vegna útkallsins en mikið getur verið í húfi ef upp kemur eldur í mannvirkjum sem þessu.

Betur fór en á horfðist og höfðu starfsmenn Orku Náttúrunnar ráðið niðurlögum eldsins áður en slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu komu á staðinn.

Slökkviliðsmenn gengu úr skugga um að ekki væri hætta á að eldurinn tæki sig upp aftur en hurfu svo á braut.

Tjón er minniháttar miðað við aðstæður og virðist einungis spennirinn vera skemmdur eftir brunann.

Forsíða

Myndir

Um okkur

Gjaldskrá

Lög og reglugerðir

Fundargerðir

Bílaflotinn

Viðbrögð við jarðskjálfta

Almennar forvarnir

Eldvarnir í fjölbýli/sérbýli

Viðbrögð við vá

Gróðureldar

Skoðanaáætlun

Slökkvitækjaþjónusta

Nám slökkviliðsmanna

Nám hlutastarfandi

Nám eldvarnaeftirlit

Löggilding

Kennslugögn v/fornáms

Umsókn

Starfsmannafélag

Brunavarnir Árnessýslu
Árvegi 1. 800 Selfoss
Sími 4-800-900
ba@babubabu.is

BÁ auglýsa eftir tveimur slökkviliðsmönnum á útkallssvið

31.05.2019  BÁ auglýsa eftir tveimur slökkviliðsmönnum á útkallssvið

Brunavarnir Árnessýslu auglýsa eftir tveimur slökkviliðsmönnum til þess að vinna í útkallsliði á dagvinnutíma. Um framtíðarstörf er að ræða og munu þeir sem ráðnir eru fá nauðsynlega menntun og þjálfun til að sinna starfinu, fyrir utan meirapróf sem hver og einn þarf að taka sjálfur.

Starfsmenn slökkviliðsins þurfa að vera tilbúnir til þess að taka að sér ýmis störf tengd starfsemi slökkviliðsins auk þess að starfa á útkallssviði.

Aðalstarfsstöð þeirra sem ráðnir verða er á Selfossi en starfssvæði slökkviliðsins er öll Árnessýsla.

Umsóknir berist:

Rafrænt á ba@babubabu.is

Í blaðaformi í afgreiðslu Brunavarna Árnessýslu, Árvegi 1 á Selfossi, á skrifstofutíma.

Umsóknarfrestur er til 19. Júní næstkomandi.

Hæfniskröfur vegna starfsins:

Hafa lokið sveinsprófi eða stúdentsprófi.
Hafa aukin ökuréttindi til að stjórna vörubifreið.
Góð íslenskukunnátta nauðsynleg (bæði tal- og ritmál).
Færni í samskiptum, frumkvæði og geta til að vinna undir álagi.
Hafa góða líkamsburði og gott andlegt / líkamlegt heilbrigði.
Hafa góða sjón og heyrn, rétt litaskyn og vera ekki lofthrædd(ur) eða með innilokunarkennd.
Almenn reglusemi og háttvísi.
Umsókn þarf að fylgja rafrænt eintak af:

Ökuskírteini; ljósrit af báðum hliðum ökuskírteinis sem sýnir ökuréttindi (bakhlið) og mynd af viðkomandi (framhlið).
Prófskírteini sem sýnir að viðkomandi hafi lokið þeirri menntun sem gerð er krafa um.
Nýleg og góð/skýr passamynd.
Ferilskrá.
Umsókn þarf að fylgja frumrit (pappírseintak) af:

Læknisvottorð sem staðfestir almennt heilbrigði umsækjanda. Má ekki vera eldra en 3 mánaða. Hægt að nálgast hjá heimilislækni.
Sakavottorð þarf að fylgja og má ekki vera eldra en 3 mánaða. Hægt er að nálgast það hjá Sýslumanni.
Ökuferilskrá (yfirlit yfir punktastöðu viðkomandi) þarf að fylgja og má ekki vera eldri en 3 mánaða. Hægt er að fá stimplaða útprentun á ökuferilskrá hjá lögreglunni í því umdæmi sem viðkomandi á lögheimili.
ATH! Þessi fylgigögn þurfa að vera í frumriti (ekki rafrænt) og mega ekki vera eldri en 3 mánaða. Vinsamlega komið með frumritin í afgreiðsluna í Björgunarmiðstöðina við Árveg 1 á Selfossi, í umslagi merkt: ,,Starf hjá BÁ 2019”.

Inntökuferlið

Inntökuprófin felast í: hlaupaprófi, könnun á lofthræðslu og innilokunarkennd, skriflegu prófi, þrek- og styrktarprófi, akstursprófi, læknisskoðun og viðtali.

Hlaupapróf

Hlaupa þarf 3 km vegalengd á sem bestum tíma tíma.

Þrek- og styrktarpróf

Réttstöðulyfta, 65 kg stöng, 10 endurtekningar.
Öfugar armbeygjur (upphífing í liggjandi stöðu), 7 eða fleiri endurtekningar.
Armbeygjur með 18 kg kút á bakinu, 7 eða fleiri endurtekningar.
Planki á olnboga og tám, 60 sek.
Dúkkuburður, 40 m (70 kg dúkka)
Göngupróf á bretti. Umsækjendur þurfa að ganga í 8 mínútur á göngubretti klæddir í eldgalla og með 10 kg kút á bakinu, samtals vegur gallinn með kút í kringum 23 kg. Þeir ganga í 1 mínútu í 4% halla, 1 mínútu í 7% halla og 6 mínútur í 12% halla. Hraðinn er 5,6.
Innilokunarkennd

Umsækjendur eru prófaðir í reykköfun til að kanna hvort þeir þjáist af innilokunarkennd. Þeir eru með reykköfunartæki á bakinu og leysa ýmsar þrautir á æfingabraut með bundið fyrir augu. Nauðsynlegt að mæta í þægilegum fatnaði sem má skemmast, t.d. gömlum íþróttabuxum og bol.

Lofthræðsla

Kannað er hvort umsækjendur geti fylgt fyrirmælum og bregðist rétt við þegar þeir eru staddir í mikilli lofthæð.

Skriflegt próf

Skriflegt próf er lagt fyrir umsækjendur til að kanna almenna þekkingu. Prófið tekur á bilinu 30-60 mínútur og fer fram í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi.

Aksturspróf

Ökukennarar prófa umsækjendur í almennum akstri í u.þ.b. 45 mín. þar sem aksturslag er metið og þekking á umferðarreglum.

Viðtal

Umsækjendur sem náð hafa inntökuskilyrðum eru boðaðir í viðtal. Gert er ráð fyrir 20-30 mínútum á hvern umsækjanda.

Læknisviðtal

Umsækjendur fara í viðtal hjá trúnaðarlækni BÁ.

Forsíða

Myndir

Um okkur

Gjaldskrá

Lög og reglugerðir

Fundargerðir

Bílaflotinn

Viðbrögð við jarðskjálfta

Almennar forvarnir

Eldvarnir í fjölbýli/sérbýli

Viðbrögð við vá

Gróðureldar

Skoðanaáætlun

Slökkvitækjaþjónusta

Nám slökkviliðsmanna

Nám hlutastarfandi

Nám eldvarnaeftirlit

Löggilding

Kennslugögn v/fornáms

Umsókn

Starfsmannafélag

Brunavarnir Árnessýslu
Árvegi 1. 800 Selfoss
Sími 4-800-900
ba@babubabu.is

Gróðureldar

29.07.2019  Harður árekstur við gatnamót Eyrarbakkavegar og Gaulverjabæjarvegar laugardaginn

Brunavarnir Árnessýslu voru með fyrirlestur á kynningafundi um gróðurelda sem haldin var hjá Verkís.

Verkís stóð fyrir kynningarfundi um gróðurelda, varnir og viðbrögð.

Fundurinn var liður í vitundarvakningu sem unnið hefur verið að á undanförnum árum á vegum Skógræktarinnar, Brunavarna Árnessýslu, Mannvirkjastofnunar, Landssambands sumarhúsaeigenda, Félags slökkviliðsstjóra, Landssamtaka skógareigenda og Verkís.

Góð mæting var á viðburðinn og nokkuð ljóst að áhuginn er mikill á þessum mála flokki.
Boðið var upp á spurningar í lokinn og skapaðist góð umræða.
Við hjá Brunavörnum Árnessýslu þökkum fyrir okkur

 

Forsíða

Myndir

Um okkur

Gjaldskrá

Lög og reglugerðir

Fundargerðir

Bílaflotinn

Viðbrögð við jarðskjálfta

Almennar forvarnir

Eldvarnir í fjölbýli/sérbýli

Viðbrögð við vá

Gróðureldar

Skoðanaáætlun

Slökkvitækjaþjónusta

Nám slökkviliðsmanna

Nám hlutastarfandi

Nám eldvarnaeftirlit

Löggilding

Kennslugögn v/fornáms

Umsókn

Starfsmannafélag

Brunavarnir Árnessýslu
Árvegi 1. 800 Selfoss
Sími 4-800-900
ba@babubabu.is

Tvö útköll hjá Brunavörnum Árnessýslu í nótt 22.5.2019

29.07.2019  Harður árekstur við gatnamót Eyrarbakkavegar og Gaulverjabæjarvegar laugardaginn

Brunavörnum Árnessýslu bárust tvö útköll í nótt.

Það fyrra barst um klukkan 02:00 þar sem innhringjandi hafði tilkynnt til Neyðarlínu 112 um brunalykt á Selfossi en tilkynnandi áttaði sig ekki á hvaðan brunalyktin kæmi. Slökkvilið og lögregla leituðu af sér allan grun með akstri um bæinn en ekkert fannst. Talið er líklegast að þarna hafi veri um lykt frá HP kökugerð að ræða.

Seinna útkallið barst rétt fyrir klukkan 06:00. Þá var tilkynnt um þjónustuhús í ljósum logum á tjaldstæði í Þorlákshöfn. Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu frá Þorlákshöfn voru fljótir á staðinn og tókst að ráða niðurlögum eldsins á skammri stund enda var um lítið hús að ræða. Húsið er hins vegar gjör ónýtt og næsta hús við hliðina er mikið skemmt eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

 

Forsíða

Myndir

Um okkur

Gjaldskrá

Lög og reglugerðir

Fundargerðir

Bílaflotinn

Viðbrögð við jarðskjálfta

Almennar forvarnir

Eldvarnir í fjölbýli/sérbýli

Viðbrögð við vá

Gróðureldar

Skoðanaáætlun

Slökkvitækjaþjónusta

Nám slökkviliðsmanna

Nám hlutastarfandi

Nám eldvarnaeftirlit

Löggilding

Kennslugögn v/fornáms

Umsókn

Starfsmannafélag

Brunavarnir Árnessýslu
Árvegi 1. 800 Selfoss
Sími 4-800-900
ba@babubabu.is

Námskeið í stjórnun “sjö spora kerfið” hjá Brunavörnum Árnessýslu

21.05.2019. Námskeið í stjórnun “sjö spora kerfið” hjá Brunavörnum Árnesslýslu

Í byrjun apríl síðastliðnum stóðu Brunavarnir Árnessýslu fyrir námskeiðinu “sjö spora kerfið” sem er námskeið að Sænskir fyrirmynd um nýjar áherslur í stjórnun viðbragðsaðila og þá sérstaklega vettvangsstjóra slökkviliða.

Ekki er hér um neinn nýjan sannleika að ræða heldur er búið að setja hlutina upp á nýjan hátt með nýjum áherslum og framkvæmdaröð ákvarðana hefur verið skilgreind frekar.

Tveir leiðbeinendur komu til okkar frá slökkviliðinu í Bergen þeir Hans Petter Nilsen og Frank Åsveit, en gott samstarf hefur verið á milli Brunavarna Árnessýslu og slökkviliðsins í Bergen á undanförnum árum. Báðir starfa þeir sem aðalvarstjórar og hafa áratuga reynslu í bæði vinnu og stjórnun á úkallsvettvöngum.

Nokkrir varðstjórar frá Brunavörnum Árnessýslu höfðu á dögunum fyrir námskeiðið fengið leiðbeinenda kennslu hjá Norðmönnunum til þess að geta tekið þátt í kennslunni á námskeiðinu. Námskeiðið var síðan sett þannig upp að eftir að farið hafði verið yfir fræðin bóklega var hópnum skipt upp í einingar líkt og uppröðun manna í slökkvibílum er. Síðan voru í keyrðar útkallsæfingar aftur og aftur þar sem áhersluatriðin voru notuð í ímyndaðri ferð þeirra á útkallsvettvang.

Stjórnendur slökkviliða víðsvegar af landinu sóttu námskeiðið og gaman er að sjá hversu áhugasamir menn eru um að afla sér nýrrar þekkingar og dusta rykið af þeirri sem áður hefur verði aflað.

Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins sat námskeiði en hann þekkir persónulega Svíana sem þróuðu aðferðina og skrifuðu Sænsku kennslubókina. Birgir hafði kynnt sér þessa stjórnunarnálgun vel fyrir námskeiðið og var að sögn mjög sáttur með þá útfærslu sem Norðmennirnir útfærðu fyrir námskeiðsmenn.

Alltaf er virkilega gaman þegar svona vel tekst til og spennandi verður að sjá hvaða námskeið boðið verður uppá að ári liðnu í samstarfi við Bergenana.

 

 

Forsíða

Myndir

Um okkur

Gjaldskrá

Lög og reglugerðir

Fundargerðir

Bílaflotinn

Viðbrögð við jarðskjálfta

Almennar forvarnir

Eldvarnir í fjölbýli/sérbýli

Viðbrögð við vá

Gróðureldar

Skoðanaáætlun

Slökkvitækjaþjónusta

Nám slökkviliðsmanna

Nám hlutastarfandi

Nám eldvarnaeftirlit

Löggilding

Kennslugögn v/fornáms

Umsókn

Starfsmannafélag

Brunavarnir Árnessýslu
Árvegi 1. 800 Selfoss
Sími 4-800-900
ba@babubabu.is

Slökkvi- og björgunarstörf

Vertu með

Eldvarnaeftirlit

  • Kynning (efni í smíðum)
  • Tilgangur (efni í smíðum)
  • Lög og reglugerðir
  • Skjalfesting öryggis (efni í smíðum)

Eftirlitsáætlun

Þjónusta

Námskeið

  • Slökkvitæki (efni í smíðum)
  • Rýmingar (efni í smíðum)

Fróðleikur

Heimsóknir