Komast þínir gestir út?

Mikið er rætt um ferðamennsku á Íslandi í dag og sitt sýnist hverjum. Hvaða skoðun sem fólk hefur á þeim iðnaði þá er það hins vegar staðreynd að þeir sem hingað koma til þess að skoða okkar fallega land eru okkar gestir.

Flóttaleiðir þurfa að vera greiðfærar og ekki er nóg að fólk komist undir bert loft heldur þarf það að komast á öruggan hátt í öruggt umhverfi eftir að út er komið. Sé flóttaleiðin úr kjallara þarf fólk að komast upp, sé flóttaleiðin af annarri hæð eða ofar þarf að vera öruggur stigi með fallvörn þar sem ekki er hætta á að fólk falli til jarðar.

Um málaflokkinn eru lög og reglur í gildi og eftir þeim ber að fara en ekki er síður mikilvægt að við notum hyggjuvitið og hugsum „hvernig komast mínir gestir út á sem öruggastan hátt“.

Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu

 

Langflestir okkar gesta dvelja hér í einhverja daga og þurfa þar með á gistingu að halda. Því miður er þar víða pottur brotinn. Sem betur fer eru margir þeirra sem selja gistingu með allt sitt á hreinu, öll leyfi klár og þar með, með öryggi sinna gesta í fyrirrúmi en okkur berast þó allt of oft spurnir af því að ekki séu flóttamöguleikar fyrir fólk ef upp kemur eldur og jafnvel í sumum tilfellum eru ekki einu sinni reykskynjarar í dvalarrýmum gesta.

Ábyrgð þeirra er bjóða fólki gistingu er mikil, þeir bera ábyrgð á því að gestir þeirra bæði verði varir við hættu ef hún steðjar að og að þeir komist heilir og höldnu í öryggi.

Það að fólk komist á öruggan hátt út úr byggingum er ekki einskorðað við þá sem bjóða gistingu gegn gjaldi. Í þessu samhengi þarf hver og einn að huga að sínum heimagarði hvort sem er á heimilum eða stöðum þar sem fólk kemur saman til samveru eða skemmtana.

 

Eldur í sumarbústað reyndist eldur í rusli

01.05.2020. Eldur í sumarbústað reyndist eldur í rusli. 

Jóhann K. Jóhannsson skrifar www.visir.is

Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu á Laugarvatni fékk tilkynningu skömmu eftir klukkan fimm um að eldur logaði í sumarbústað á svæðinu.

Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri, segir að slökkviliðsmenn hafi þegar haldið af stað á vettvang en á leið þeirra á staðinn og við nánari eftirgrennslan hafi komið í ljós að verið væri að brenna rusl og því ekki eins mikil hætta á ferðum og í fyrstu var talið.

Ekki heimlit að brenna rusl

„Það kom bara ein tilkynning og ekkert meira sem vakti grun um að minni hætta væri á ferðum. Þegar við fengum staðfest að verið brenna rusl var dregið úr viðbragði,“ segir Pétur.

Pétur vill samt minna á að ekki sé heimilt sé að brenna rusl á víðavangi í dag en það var samþykkt með reglugerð 325 frá árinu 2016.

Þar segir í þriðju grein að óheimilt sé að kveikja eld á víðavangi, á lóðum eða annars staðar utandyra þar sem almannahætta getur stafað af eða hætt er umhverfi, gróðri, dýralífi eða mannvirkjum. Í þessu samhengi minnir Pétur á heimasíðuna gróðureldar.is þar sem hægt sé að kynna sér málið.

„Aðstæður nú eru bara svo hættulegar. Jarðvegur og gróður er þurr og auðvelt að koma af stað sinu eða gróðureldum sem getur haft ófyrirséðar afleiðingar. Því þarf fólk að hugsa vel út í hvað það er að gera,“ segir Pétur.

Forsíða

Myndir

Um okkur

Gjaldskrá

Lög og reglugerðir

Fundargerðir

Bílaflotinn

Viðbrögð við jarðskjálfta

Almennar forvarnir

Eldvarnir í fjölbýli/sérbýli

Viðbrögð við vá

Gróðureldar

Skoðanaáætlun

Slökkvitækjaþjónusta

Nám slökkviliðsmanna

Nám hlutastarfandi

Nám eldvarnaeftirlit

Löggilding

Kennslugögn v/fornáms

Umsókn

Starfsmannafélag

Brunavarnir Árnessýslu
Árvegi 1. 800 Selfoss
Sími 4-800-900
ba@babubabu.is

Eldur í sinu á Laugarvatni

30.04.2020. Eldur í sinu á Laugarvatni

Eldur kom upp í sinu við iðnaðarsvæði á Laugarvatni í gær, miðvikudaginn 29 apríl.

Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýsluá Laugarvatni ásamt lögreglu voru fljótir að bregðast við og ráða niðurlögum eldsins áður en miklið útbreiðsla varð.

Full ástæða er til þess að brýna fyrir fólki að fara sérstaklega varlega með eld um þessar mundir þar sem aðstæður til gróðurelda eru ákjósanlegar í þessu góða veðri sem hefur verið að leika við okkur hér sunnanlands.

Forsíða

Myndir

Um okkur

Gjaldskrá

Lög og reglugerðir

Fundargerðir

Bílaflotinn

Viðbrögð við jarðskjálfta

Almennar forvarnir

Eldvarnir í fjölbýli/sérbýli

Viðbrögð við vá

Gróðureldar

Skoðanaáætlun

Slökkvitækjaþjónusta

Nám slökkviliðsmanna

Nám hlutastarfandi

Nám eldvarnaeftirlit

Löggilding

Kennslugögn v/fornáms

Umsókn

Starfsmannafélag

Brunavarnir Árnessýslu
Árvegi 1. 800 Selfoss
Sími 4-800-900
ba@babubabu.is

Notkun þokustúta og froðu

30.04.2020. Þokustútar og froða

Birgir Júlíus Sigursteinsson, slökkviliðsmaður hjá BÁ setti saman þetta flotta myndband um notkun þokustúta og froðu við slökkvistörf.

Þokustútar og froða – Brunavarnir Árnessýslu

Forsíða

Myndir

Um okkur

Gjaldskrá

Lög og reglugerðir

Fundargerðir

Bílaflotinn

Viðbrögð við jarðskjálfta

Almennar forvarnir

Eldvarnir í fjölbýli/sérbýli

Viðbrögð við vá

Gróðureldar

Skoðanaáætlun

Slökkvitækjaþjónusta

Nám slökkviliðsmanna

Nám hlutastarfandi

Nám eldvarnaeftirlit

Löggilding

Kennslugögn v/fornáms

Umsókn

Starfsmannafélag

Brunavarnir Árnessýslu
Árvegi 1. 800 Selfoss
Sími 4-800-900
ba@babubabu.is

Vorverkin

29.04.2020. Vorverkin

Þá er vorið loksins komið með tilheyrandi sól og bjartsýni.

Vorinu geta þó fylgt krefjandi verkefni fyrir slökkviliðsmenn og því betra að hafa hlutina á hreinu. Á meðfylgjandi myndum má sjá nokkra slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu vera að æfa sig með gróðureldabúnað til þess að tryggja að allt virki ef á þarf að halda.

Forsíða

Myndir

Um okkur

Gjaldskrá

Lög og reglugerðir

Fundargerðir

Bílaflotinn

Viðbrögð við jarðskjálfta

Almennar forvarnir

Eldvarnir í fjölbýli/sérbýli

Viðbrögð við vá

Gróðureldar

Skoðanaáætlun

Slökkvitækjaþjónusta

Nám slökkviliðsmanna

Nám hlutastarfandi

Nám eldvarnaeftirlit

Löggilding

Kennslugögn v/fornáms

Umsókn

Starfsmannafélag

Brunavarnir Árnessýslu
Árvegi 1. 800 Selfoss
Sími 4-800-900
ba@babubabu.is

tilkynning um eld fjórum sinnum síðastliðna nótt

21.04.2020. Tilkynning um eld fjórum sinnum síðastliðna nótt.

Brunavarnir Árnessýslu fengu tilkynningu um eld fjórum sinnum síðastliðna nótt.
Í öllum tilfellum var um gaskúta að ræða sem aðilar höfðu tekið ófrjálsri hendi og skilið eftir logandi í alfara leið, slíkur gjörningur getur valdið miklu tjóni og skapað hættu gagnvart fólki.

Nú eru við að sigla inn í sumarið með hlýjum vindum og hækkandi sól. Því fylgir að við förum að taka fram grillið og grill lyktin fer að líða um hverfin.

Við viljum því að gefnu tilefni benda fólki á að fara yfir grillin, skoða slöngur, þrýsti jafnara og almennt útlit. Hreinsa grillin vel þannig að engin fita safnist eða annar skítur sem er brennanlegur. Ef við erum í vafa með eitthvað af þessum hlutum, borgar sig að skipta þeim út.

Hvað gaskúta varðar þá væri æskilegt að geyma þá í læstri geymslu utandyra þegar þeir eru ekki í notkun.

Forsíða

Myndir

Um okkur

Gjaldskrá

Lög og reglugerðir

Fundargerðir

Bílaflotinn

Viðbrögð við jarðskjálfta

Almennar forvarnir

Eldvarnir í fjölbýli/sérbýli

Viðbrögð við vá

Gróðureldar

Skoðanaáætlun

Slökkvitækjaþjónusta

Nám slökkviliðsmanna

Nám hlutastarfandi

Nám eldvarnaeftirlit

Löggilding

Kennslugögn v/fornáms

Umsókn

Starfsmannafélag

Brunavarnir Árnessýslu
Árvegi 1. 800 Selfoss
Sími 4-800-900
ba@babubabu.is

Slökkvi- og björgunarstörf

Vertu með

  • Atvinnuumsóknir (form í smíðum)
  • Laus störf
  • Nám (efni í smíðum)

Eldvarnaeftirlit

  • Kynning (efni í smíðum)
  • Tilgangur (efni í smíðum)
  • Lög og reglugerðir
  • Skjalfesting öryggis (efni í smíðum)

Eftirlitsáætlun

 

Þjónusta

Námskeið

  • Slökkvitæki (efni í smíðum)
  • Rýmingar (efni í smíðum)

Fróðleikur

Fræðsla í skólum